Kringlan verður „stafræn verslunarmiðstöð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2018 10:53 Í Kringlunni eru starfræktar yfir 170 verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið. Neytendur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið.
Neytendur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira