Giovinazzi til Sauber á kostnað Ericsson Bragi Þórðarson skrifar 26. september 2018 16:00 Giovinazzi fær sénsinn með Sauber á næsta ári vísir/getty Hinn 24 ára Antonio Giovinazzi mun keyra fyrir lið Sauber í Formúlu 1 á næsta tímabili. Hann mun aka með reynsluboltanum Kimi Raikkonen. Þetta þýðir að Marcus Ericsson mun missa sæti sitt í Formúlu 1 en hann mun verða þriðji ökumaður Sauber liðsins árið 2019. Giovinazzi er í Ferrari akademíunni fyrir unga ökumenn og sannar ráðningin samstarfið milli Ferrari og Sauber, en svissneska liðið hefur notast við Ferrari vélar undanfarin 8 ár. Gengið hefur mun betur hjá Ferrari að gefa sínum ungu ökumönnum sæti í Formúlu 1 heldur en hjá Mercedes. Giovinazzi verður þó ekki að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á næsta ári. Ítalinn keppti tvær keppnir í Formúlu 1 árið 2017 er hann hljóp í skarðið fyrir Pascal Wehrlein hjá Sauber. „Þetta er algjör heiður,“ hafði Giovinazzi að segja um ráðninguna. Sérstaklega er Ítalinn hrifinn af því að fá tækifæri á að vinna með Kimi Raikkonen. 14 ára aldursmunur er á þessum verðandi liðsfélugum, því verður athyglisvert að fylgjast með Sauber liðinu á næsta tímabili. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 24 ára Antonio Giovinazzi mun keyra fyrir lið Sauber í Formúlu 1 á næsta tímabili. Hann mun aka með reynsluboltanum Kimi Raikkonen. Þetta þýðir að Marcus Ericsson mun missa sæti sitt í Formúlu 1 en hann mun verða þriðji ökumaður Sauber liðsins árið 2019. Giovinazzi er í Ferrari akademíunni fyrir unga ökumenn og sannar ráðningin samstarfið milli Ferrari og Sauber, en svissneska liðið hefur notast við Ferrari vélar undanfarin 8 ár. Gengið hefur mun betur hjá Ferrari að gefa sínum ungu ökumönnum sæti í Formúlu 1 heldur en hjá Mercedes. Giovinazzi verður þó ekki að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á næsta ári. Ítalinn keppti tvær keppnir í Formúlu 1 árið 2017 er hann hljóp í skarðið fyrir Pascal Wehrlein hjá Sauber. „Þetta er algjör heiður,“ hafði Giovinazzi að segja um ráðninguna. Sérstaklega er Ítalinn hrifinn af því að fá tækifæri á að vinna með Kimi Raikkonen. 14 ára aldursmunur er á þessum verðandi liðsfélugum, því verður athyglisvert að fylgjast með Sauber liðinu á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira