Þingmenn sammála um nauðsyn aðgerða vegna ópíóða faraldurs Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:14 Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks. Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks.
Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40