Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 20:00 Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða. Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða.
Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16