Stúlkan, sem oftast er kölluð Malea Emma, fékk að syngja þjóðsönginn fyrir framan 27.000 gesti StubHub Center vallarins, sem er heimavöllur LA Galaxy, eftir að hún vann keppni um að fá að koma þar fram.
Flutningur Tjandrawidajaja hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu og hefur myndband af honum fengið tæpar eina og hálfa milljón áhorfa á innan við sólarhring. Myndband af flutningnum má sjá neðst í fréttinni.
Tjandrawidajaja hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn en meðal þeirra sem hafa hrósað henni er knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimović sem leikur með LA Galaxy. Hann tísti í gær myndbandinu af flutningi Tjandrawidajaja með tilheyrandi lofi.
MUST-WATCH: 7-year-old @MaleaEmma delivers one of the best national anthem performances in @StubHubCenter history. pic.twitter.com/SPTY2naMDA
— LA Galaxy (@LAGalaxy) September 24, 2018
MVP of the game! https://t.co/eZ2WdQsVN7
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) September 24, 2018
#GalaxySocial national anthem contest winner @MaleaEmma with @Ibra_official! pic.twitter.com/5gvLGyWUpQ
— LA Galaxy (@LAGalaxy) September 23, 2018