Arnór Smárason tryggði Lilleström afar mikilvægan 1-0 sigur í norsku úrvalsdeildinni í dag er liðið hafði betur gegn Tromsö.
Liðin mættust á heimavelli Lilleström í kvöld en leikurinn var mikilvægur fyrir Lilleström því liðið er í bullandi fallbaráttu í Noregi.
Sigurmarkið kom átta mínútum fyrir leikslok en það skoraði Arnór. Markið kom úr vítaspyrnu en sigurinn afar mikilvægur.
Lilleström er þrátt fyrir sigurinn enn í fallsæti, með 22 stig í fimmtánda sæti deildarinnar, en þó er einungis eitt stig upp úr fallsætinu.
Sjö leikir eru eftir af deildinni og ljóst að baráttan verður hörð en Tromsö er í tíunda sæti deildarinnar eftir leik dagsins.
Arnór tryggði Lilleström nauðsynlegan sigur
Anton Ingi Leifsson skrifar
