Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja farið versnandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2018 18:30 Rannsóknin var unnin fyrir Frumtök af ráðgjafarfyrirtækinu Intellecon. Mynd/aðsend Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja á Íslandi hefur farið versnandi undanfarin ár samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki á lyfjamarkaði finna til ábyrgðar þegar sjúklingar fá ekki nauðsynleg lyf að sögn framkvæmdastjóra samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Átta ára drengur hefur ekki fengið nauðsynleg gigtarlyf vegna vandamáls sem kom upp hjá flutningsaðila. Rannsóknin var unnin fyrir Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Í skýrslunni er dregin upp nokkuð dökk mynd af stöðunni og segir meðal annars að ef fer sem horfir gæti rekstrargrundvöllur verið í hættu sem gæti leitt til þess að hið opinbera yrði að taka yfir hlutverk innlendra þjónustufyrirtækja á lyfjamarkaði. Ýmislegt bendi til þess að komið sé að þolmörkum. „Rekstrarumhverfið þegar launahækkanir hafa verið jafn miklar og raun ber vitni, krónan hefur styrkst eins og við vitum mjög mikið á undanförnum árum, kostnaður hefur vaxið mjög mikið en það hefur ekki í raun og veru verið tekið tillit til þess þegar horft er til þess hvernig markaðurinn er verðlagður og hvernig honum er þjónustað af hálfu hins opinbera,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.Ekki í lagi að sjúklingar séu á lyfja Hann segir kostnað vegna regluverks vera orðinn íþyngjandi en lyfjaverð hér á landi er ákvarðað af hinu opinbera. „Það er eitt af því sem taka þarf til athugunar er hvort að verðumgjörðin á Íslandi sé í raun og veru farin að hamla framboðinu inn á þennan markað,“ segir Jakob Falur. Að undanförnu hafa ítrekað borist fréttir af því að nauðsynleg lyf séu ófáanleg. Sem dæmi hafa konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð neyðst til að vera lyfjalausar eða þær lánað hver annarri lyf. „Það er auðvitað ekki í lagi að krabbameinssjúklingar, eins og komið hefur fram til dæmis í fjölmiðlum að undanförnu, þurfi að standa frami fyrir því að grípa í tómt. Við finnum til ábyrgðar og við að sjálfsögðu munum leita allra leiða til þess að fara yfir ásamt öllum þeim sem koma að málinu, fara yfir hvað og hvernig má þá í raun og veru gera betur, af hverju við getum lært og í raun og veru komið í veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Jakob Falur. Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp á íslenskri lyfjalöggjöf í vetur. Jakob Falur segir mikilvægt að þessir þættir verði hafðir til hliðsjónar í þeirri vinnu sem framundan sé við endurskoðun laganna. Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa framleiðenda og heildsöludreifingar til fundar á morgun þar sem rætt verður hvernig unnt sé að koma í veg fyrir tilfelli sem þessi. Í samtali við fréttastofu segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, að vonir standi til um að drög að aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts verði tilbúin við lok vikunnar.Átta ára fær ekki lyf vegna hitastigsfráviks í flutningi Hitastigsfrávik sem upp kom í flutningum gerði það að verkum að átta ára drengur hefur ekki fengið nauðsynleg gigtarlyf síðan í júní. Rúv greindi frá því í gær að átta ára drengur hafi mátt líða kvalir og hafi misst úr skóla þar sem gigtarlyfin sem hann þarf á að halda séu ófáanleg hér á landi. Það er Icepharma hf. sem er heildsali lyfsins hér á landi en í samtali við fréttastofu segir Hörður Þórhallsson, forstjóri Icepharma hf, að fyrirtækið hafi fengið birgðir af lyfinu sendar en ekki hafi verið hægt að setja lyfið í dreifingu vegna hitastigsfráviks sem upp kom hjá flutningsaðila sem gerði það af verkum að kröfur voru ekki uppfylltar. Ýmislegt getur komið upp sem verður þess valdandi að lyf eru ófáanleg hér á landi. Hörður segir alltaf alvarlegt þegar slíkt gerist en hann telur að hægt sé að bæta úr og draga úr slíkum tilfellum ef hlutaðeigandi komi sér saman um verklag. Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja á Íslandi hefur farið versnandi undanfarin ár samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki á lyfjamarkaði finna til ábyrgðar þegar sjúklingar fá ekki nauðsynleg lyf að sögn framkvæmdastjóra samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Átta ára drengur hefur ekki fengið nauðsynleg gigtarlyf vegna vandamáls sem kom upp hjá flutningsaðila. Rannsóknin var unnin fyrir Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Í skýrslunni er dregin upp nokkuð dökk mynd af stöðunni og segir meðal annars að ef fer sem horfir gæti rekstrargrundvöllur verið í hættu sem gæti leitt til þess að hið opinbera yrði að taka yfir hlutverk innlendra þjónustufyrirtækja á lyfjamarkaði. Ýmislegt bendi til þess að komið sé að þolmörkum. „Rekstrarumhverfið þegar launahækkanir hafa verið jafn miklar og raun ber vitni, krónan hefur styrkst eins og við vitum mjög mikið á undanförnum árum, kostnaður hefur vaxið mjög mikið en það hefur ekki í raun og veru verið tekið tillit til þess þegar horft er til þess hvernig markaðurinn er verðlagður og hvernig honum er þjónustað af hálfu hins opinbera,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.Ekki í lagi að sjúklingar séu á lyfja Hann segir kostnað vegna regluverks vera orðinn íþyngjandi en lyfjaverð hér á landi er ákvarðað af hinu opinbera. „Það er eitt af því sem taka þarf til athugunar er hvort að verðumgjörðin á Íslandi sé í raun og veru farin að hamla framboðinu inn á þennan markað,“ segir Jakob Falur. Að undanförnu hafa ítrekað borist fréttir af því að nauðsynleg lyf séu ófáanleg. Sem dæmi hafa konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð neyðst til að vera lyfjalausar eða þær lánað hver annarri lyf. „Það er auðvitað ekki í lagi að krabbameinssjúklingar, eins og komið hefur fram til dæmis í fjölmiðlum að undanförnu, þurfi að standa frami fyrir því að grípa í tómt. Við finnum til ábyrgðar og við að sjálfsögðu munum leita allra leiða til þess að fara yfir ásamt öllum þeim sem koma að málinu, fara yfir hvað og hvernig má þá í raun og veru gera betur, af hverju við getum lært og í raun og veru komið í veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Jakob Falur. Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp á íslenskri lyfjalöggjöf í vetur. Jakob Falur segir mikilvægt að þessir þættir verði hafðir til hliðsjónar í þeirri vinnu sem framundan sé við endurskoðun laganna. Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa framleiðenda og heildsöludreifingar til fundar á morgun þar sem rætt verður hvernig unnt sé að koma í veg fyrir tilfelli sem þessi. Í samtali við fréttastofu segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, að vonir standi til um að drög að aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts verði tilbúin við lok vikunnar.Átta ára fær ekki lyf vegna hitastigsfráviks í flutningi Hitastigsfrávik sem upp kom í flutningum gerði það að verkum að átta ára drengur hefur ekki fengið nauðsynleg gigtarlyf síðan í júní. Rúv greindi frá því í gær að átta ára drengur hafi mátt líða kvalir og hafi misst úr skóla þar sem gigtarlyfin sem hann þarf á að halda séu ófáanleg hér á landi. Það er Icepharma hf. sem er heildsali lyfsins hér á landi en í samtali við fréttastofu segir Hörður Þórhallsson, forstjóri Icepharma hf, að fyrirtækið hafi fengið birgðir af lyfinu sendar en ekki hafi verið hægt að setja lyfið í dreifingu vegna hitastigsfráviks sem upp kom hjá flutningsaðila sem gerði það af verkum að kröfur voru ekki uppfylltar. Ýmislegt getur komið upp sem verður þess valdandi að lyf eru ófáanleg hér á landi. Hörður segir alltaf alvarlegt þegar slíkt gerist en hann telur að hægt sé að bæta úr og draga úr slíkum tilfellum ef hlutaðeigandi komi sér saman um verklag.
Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19
Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23