

Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra.
Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda.
Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar.
Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum.
Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista.