Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 06:45 Frá réttargeðdeildinni á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira