Kaldasta septembernótt í níu ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 15:58 Fjöldi höfuðborgarbúa þurfti að skafa af framrúðum bíla sinna eftir næturfrostið. Vísir/Stefán Óli Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum. Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum.
Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira