Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta mark Rosengård í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Miðvörðurinn öflugi getur látið til sín taka í teig andstæðinganna eins og hún hefur sýnt í síðustu leikjum íslenska landsliðsins.
Hún skoraði fyrir Rosengård í dag eftir níu mínútur þegar Kristianstads mætti í heimsókn. Celia Jimenez bætti við öðru marki á 42. mínútu og Anja Mittag tryggði 3-0 sigur á 60. mínútu.
Sif Atladóttir var á sínum stað í vörn Kristianstads sem er undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.
Glódís á skotskónum í Íslendingaslag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




