Innlent

Guðmundur Árni nýr sendiherra á Indlandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðmundur Árni Stefánsson (t.h.), nýr sendiherra Íslands á Indlandi, ásamt Sri Nath Kovind, forseta Indlands.
Guðmundur Árni Stefánsson (t.h.), nýr sendiherra Íslands á Indlandi, ásamt Sri Nath Kovind, forseta Indlands. Mynd/Íslenska sendiráðið á Indlandi
Guðmundur Árni Stefánsson var nýverið útnefndur nýr sendiherra Íslands á Indlandi og tók hann þar með við embættinu af Þóri Ibsen.

Guðmundur Árni sat á Alþingi á árunum 1993-2005. Hann gegndi embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á árunum 1993-1994 og embætti félagsmálaráðherra árið 1994. Hann hefur einnig gegnt þó nokkrum embættum í utanríkisþjónustu Íslands en hann var meðal annars sendiherra í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Argentínu, Brasilíu og Mexíkó.

Guðmundur var í skemmtilegu viðtali við Bítið á Bylgjunni nú á dögunum þar sem hann ræddi hvernig honum hefur tekist að aðlagast lífinu á Indlandi, indverska ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands, umferðina á Indlandi og indverskan mat svo fátt eitt sé nefnt.

Viðtalið má heyra hér að neðan.



 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×