Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2018 08:40 Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru þegar byrjaðir að skipuleggja kosningar í nóvember með það fyrir augum að styrkja stöðuna í viðræðum um Brexit og tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra eftir að leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu Brexit-tillögum forsætisráðherrans af borðinu í síðustu viku.Breska dagblaðið The Times greindi frá leynilegum fyrirætlunum forsætisráðherrans, ráðgjafa og aðstoðarmanna hennar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að boða til kosninga.“ Blaðamaður vitnar með þessum hætti í aðstoðarmann May sem ekki er nefndur á nafn.Líklegt að Theresa May segi af sér næsta sumar Staða Theresu May er verulega löskuð eftir slæman árangur í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hennar hafa sagt af sér vegna Brexit-áætlunar hennar. Times fullyrðir að líklegt sé að hún muni segja af sér embætti næsta sumar til að koma í veg fyrir að fleiri ráðherrar í hennar ríkisstjórn fari að fordæmi Borisar Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Johnson og Davis sögðu af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Theresa May hefur enn sem komið er ekki brugðist við fréttum dagsins en í grein Times er haft eftir nánum samstarfsmanni forsætisráðherra að ekkert sé hæft í þeirri staðhæfingu að verið sé að undirbúa kosningar í Bretlandi. Brexit Tengdar fréttir May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29 Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru þegar byrjaðir að skipuleggja kosningar í nóvember með það fyrir augum að styrkja stöðuna í viðræðum um Brexit og tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra eftir að leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu Brexit-tillögum forsætisráðherrans af borðinu í síðustu viku.Breska dagblaðið The Times greindi frá leynilegum fyrirætlunum forsætisráðherrans, ráðgjafa og aðstoðarmanna hennar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að boða til kosninga.“ Blaðamaður vitnar með þessum hætti í aðstoðarmann May sem ekki er nefndur á nafn.Líklegt að Theresa May segi af sér næsta sumar Staða Theresu May er verulega löskuð eftir slæman árangur í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hennar hafa sagt af sér vegna Brexit-áætlunar hennar. Times fullyrðir að líklegt sé að hún muni segja af sér embætti næsta sumar til að koma í veg fyrir að fleiri ráðherrar í hennar ríkisstjórn fari að fordæmi Borisar Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Johnson og Davis sögðu af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Theresa May hefur enn sem komið er ekki brugðist við fréttum dagsins en í grein Times er haft eftir nánum samstarfsmanni forsætisráðherra að ekkert sé hæft í þeirri staðhæfingu að verið sé að undirbúa kosningar í Bretlandi.
Brexit Tengdar fréttir May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29 Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42