Snýst um að enda þjáningar en ekki líf Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. september 2018 09:30 Sérfræðingar á sviði dánaraðstoðar frá Belgíu og Hollandi mæla með því að Íslendingar ræði málefnið á opinskáan hátt og horfi til reynslu sinna þjóða. Í Belgíu er litið á dánaraðstoð sem hluta af líknandi meðferð. Fréttablaðið/Eyþór Ég myndi fyrst af öllu, sem vísindamaður og prófessor í læknasiðfræði, mæla með því að þið skoðuðuð gögnin og reynsluna frá Belgíu og Hollandi. Það hafa hvergi verið gerðar jafn margar vísindarannsóknir á dánaraðstoð og í þessum löndum,“ segir Jan Bernheim, sem er fyrrverandi krabbameinslæknir og prófessor í læknasiðfræði við Vrije-háskóla í Brussel. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi um dánaraðstoð og líknarmeðferð sem haldið var í gær. Það var Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Lífsvirðingu, félag um dánaraðstoð, sem stóð fyrir málþinginu. Jan segir að þegar hann hafi starfað sem krabbameinslæknir í Brussel fyrir nokkrum áratugum hafi hann reglulega hitt sjúklinga sem vildu fá aðstoð við að deyja. „Þetta var fólk sem þjáðist mikið, bæði líkamlega og andlega, en við gátum ekki orðið við óskum þess.“ Hann segir að Belgar hafi sótt í reynslu Breta af líknandi meðferð og byggt upp þá þjónustu. „Sú hugsun var alltaf til staðar að ef við gætum verið með mjög góða líknandi meðferð, þá gætum við líka samþykkt dánaraðstoð. Það er lykillinn að belgíska módelinu, að dánaraðstoðin varð til út frá líknandi meðferð og er nú orðinn hluti hennar.“ Jan segist vera með tvær tilgátur í sambandi við dánaraðstoð. Hann telur að fólk sem hafi tekið ákvörðun um að nýta sér dánaraðstoð, ef slíkar aðstæður kæmu upp, lifi lengur. „Þessir einstaklingar vita að þeir munu ekki þjást, sem veitir þeim ákveðna ró.“ Hin tilgátan tengist fólki með geðræna sjúkdóma. „Það eru alltaf nokkur tilfelli sem tengjast fólki með geðræna sjúkdóma sem hljómar óneitanlega ógnvekjandi. En með þessum valmöguleika hefur verið komið í veg fyrir fleiri sjálfsmorð en sem nemur fjölda tilfella þar sem sjúklingar með geðræna sjúkdóma hafa fengið dánaraðstoð.“ Hollendingurinn Rob Jonquière, sem er fyrrverandi heimilislæknir og núverandi framkvæmdastjóri Alheimssamtaka félaga um réttinn til að deyja, hélt einnig fyrirlestur. „Ég nálgast viðfangsefnið á vísindalegan hátt en ekki trúarlegan. Alls staðar um heiminn sjáum við andstöðu meðal ýmissa trúarhópa, sérstaklega kaþólsku kirkjunnar.“ Ráðleggingar hans til Íslendinga eru þær að eiga umræður um dánaraðstoð. „Það þarf að tala um þetta á gagnsæjan og opinskáan hátt. Umræðan má ekki verða of tilfinningaleg. Það þarf að skoða hvernig þetta hefur verið útfært á mismunandi hátt milli landa.“ Hann hvetur til þess að dánaraðstoð verði gerð að einum valmöguleika en leggur áherslu á að þótt slíkt yrði lögfest þýði það ekki að fólk verði að nýta sér það. Ekki sé hægt að skylda lækna til að taka þátt í að veita dánaraðstoð. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar. Sá sem biður um dánaraðstoð vill ekki deyja. Hann vill ekki lifa við sínar aðstæður lengur. Ég held að afar fáir í Hollandi líti ekki á dánaraðstoð sem valmöguleika til dæmis við ólæknandi krabbameini.“ Rob segir að viðhorfin séu að breytast víða um heim og áhuginn á málefninu að aukast. „Ég er samt hissa á því hversu lítið er að gerast á Norðurlöndunum. Það eru hópar að berjast fyrir málefninu en það gengur hægt.“Löglegt síðan 2002 Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi og Belgíu árið 2002. Í Hollandi höfðu læknar raunar aðstoðað sjúklinga við að deyja síðan á 8. áratugnum. Síðar voru settar reglur þar sem læknar þurftu að tilkynna um slík tilvik. Samkvæmt lögunum þarf viðkomandi sjúklingur að þjást af ólæknandi sjúkdómi og engin von vera um bata. Hann þarf sjálfur að óska eftir dánaraðstoð og vera metinn hæfur til að taka slíka ákvörðun. Óháður læknir þarf að staðfesta mat læknis viðkomandi sjúklings. 4,3 prósent þeirra sem deyja árlega í Belgíu nutu dánaraðstoðar og 4,1 prósent í Hollandi. Þingsályktunartillaga Á Alþingi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram tvívegis. Þar lögðu flutningsmenn til að heilbrigðisráðherra yrði falið að taka saman upplýsingar um þróun lagaramma þar sem dánaraðstoð er leyfð. Einnig yrði opinber umræða í nágrannalöndum skoðuð. Þá yrði gerð skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra. Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, fyrsta flutningsmanns tillögunnar, stendur til að leggja hana fram í þriðja sinn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Ég myndi fyrst af öllu, sem vísindamaður og prófessor í læknasiðfræði, mæla með því að þið skoðuðuð gögnin og reynsluna frá Belgíu og Hollandi. Það hafa hvergi verið gerðar jafn margar vísindarannsóknir á dánaraðstoð og í þessum löndum,“ segir Jan Bernheim, sem er fyrrverandi krabbameinslæknir og prófessor í læknasiðfræði við Vrije-háskóla í Brussel. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi um dánaraðstoð og líknarmeðferð sem haldið var í gær. Það var Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Lífsvirðingu, félag um dánaraðstoð, sem stóð fyrir málþinginu. Jan segir að þegar hann hafi starfað sem krabbameinslæknir í Brussel fyrir nokkrum áratugum hafi hann reglulega hitt sjúklinga sem vildu fá aðstoð við að deyja. „Þetta var fólk sem þjáðist mikið, bæði líkamlega og andlega, en við gátum ekki orðið við óskum þess.“ Hann segir að Belgar hafi sótt í reynslu Breta af líknandi meðferð og byggt upp þá þjónustu. „Sú hugsun var alltaf til staðar að ef við gætum verið með mjög góða líknandi meðferð, þá gætum við líka samþykkt dánaraðstoð. Það er lykillinn að belgíska módelinu, að dánaraðstoðin varð til út frá líknandi meðferð og er nú orðinn hluti hennar.“ Jan segist vera með tvær tilgátur í sambandi við dánaraðstoð. Hann telur að fólk sem hafi tekið ákvörðun um að nýta sér dánaraðstoð, ef slíkar aðstæður kæmu upp, lifi lengur. „Þessir einstaklingar vita að þeir munu ekki þjást, sem veitir þeim ákveðna ró.“ Hin tilgátan tengist fólki með geðræna sjúkdóma. „Það eru alltaf nokkur tilfelli sem tengjast fólki með geðræna sjúkdóma sem hljómar óneitanlega ógnvekjandi. En með þessum valmöguleika hefur verið komið í veg fyrir fleiri sjálfsmorð en sem nemur fjölda tilfella þar sem sjúklingar með geðræna sjúkdóma hafa fengið dánaraðstoð.“ Hollendingurinn Rob Jonquière, sem er fyrrverandi heimilislæknir og núverandi framkvæmdastjóri Alheimssamtaka félaga um réttinn til að deyja, hélt einnig fyrirlestur. „Ég nálgast viðfangsefnið á vísindalegan hátt en ekki trúarlegan. Alls staðar um heiminn sjáum við andstöðu meðal ýmissa trúarhópa, sérstaklega kaþólsku kirkjunnar.“ Ráðleggingar hans til Íslendinga eru þær að eiga umræður um dánaraðstoð. „Það þarf að tala um þetta á gagnsæjan og opinskáan hátt. Umræðan má ekki verða of tilfinningaleg. Það þarf að skoða hvernig þetta hefur verið útfært á mismunandi hátt milli landa.“ Hann hvetur til þess að dánaraðstoð verði gerð að einum valmöguleika en leggur áherslu á að þótt slíkt yrði lögfest þýði það ekki að fólk verði að nýta sér það. Ekki sé hægt að skylda lækna til að taka þátt í að veita dánaraðstoð. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar. Sá sem biður um dánaraðstoð vill ekki deyja. Hann vill ekki lifa við sínar aðstæður lengur. Ég held að afar fáir í Hollandi líti ekki á dánaraðstoð sem valmöguleika til dæmis við ólæknandi krabbameini.“ Rob segir að viðhorfin séu að breytast víða um heim og áhuginn á málefninu að aukast. „Ég er samt hissa á því hversu lítið er að gerast á Norðurlöndunum. Það eru hópar að berjast fyrir málefninu en það gengur hægt.“Löglegt síðan 2002 Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi og Belgíu árið 2002. Í Hollandi höfðu læknar raunar aðstoðað sjúklinga við að deyja síðan á 8. áratugnum. Síðar voru settar reglur þar sem læknar þurftu að tilkynna um slík tilvik. Samkvæmt lögunum þarf viðkomandi sjúklingur að þjást af ólæknandi sjúkdómi og engin von vera um bata. Hann þarf sjálfur að óska eftir dánaraðstoð og vera metinn hæfur til að taka slíka ákvörðun. Óháður læknir þarf að staðfesta mat læknis viðkomandi sjúklings. 4,3 prósent þeirra sem deyja árlega í Belgíu nutu dánaraðstoðar og 4,1 prósent í Hollandi. Þingsályktunartillaga Á Alþingi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram tvívegis. Þar lögðu flutningsmenn til að heilbrigðisráðherra yrði falið að taka saman upplýsingar um þróun lagaramma þar sem dánaraðstoð er leyfð. Einnig yrði opinber umræða í nágrannalöndum skoðuð. Þá yrði gerð skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra. Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, fyrsta flutningsmanns tillögunnar, stendur til að leggja hana fram í þriðja sinn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira