Bandaríkjamenn og NATO auka viðbúnað í Norður-Atlantshafi Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 20:00 Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði. NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði.
NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57