Sprengdu átta kílóa sprengju í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. september 2018 20:45 Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira