Sókn á sviði menntunar Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 21. september 2018 14:20 Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun