Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 13:53 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða. WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða.
WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira