Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2018 09:51 Hér getur að líta inngang búðarinnar, sem er illa leikinn eftir hroðalegar aðfarirnar í morgun. visir/vilhelm Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira