Auknar heimildir til lögreglu á döfinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2018 08:00 Á blaðamannafundi lögreglu um leitina að Birnu Brjánsdóttur kom fram að óskað hefði verið eftir úrskurði um heimild til að skoða farsímanotkun á þeim svæðum þar sem sími Birnu sendi frá sér merki. Fréttablaðið/Anton Brink Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira