Í frétt BBC kemur fram að hin 26 ára Snochia Moseley hafi framkvæmt árásina í vöruhúsi fyrir lyf í bænum Perryman, norðaustur af Baltimore. Ekki liggur fyrir um ástæður árásarinnar.
Skotárásir þar sem árásarmaðurinn er kona eru sjaldgæfar í Bandaríkjunum, en karlmenn bera ábyrgð á rúmlega 95 prósent slíkra árása.

Lögregla var mætt á staðinn um fimm mínútum eftir að fyrsta tilkynning barst. Þá hafði Moseley banað þremur og sært þrjá til viðbótar og lá alvarlega særð á jörðinni.
Byssan, 9 millimetra Glock, var skráð á Moseley.