Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. september 2018 19:00 Theresa May á tali við gestgjafa leiðtogafundarins, Sebastian Kurz Austurríkiskanslara. Vísir/AP „Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags. Austurríki Brexit Írland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags.
Austurríki Brexit Írland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira