Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. september 2018 19:00 Theresa May á tali við gestgjafa leiðtogafundarins, Sebastian Kurz Austurríkiskanslara. Vísir/AP „Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags. Austurríki Brexit Írland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags.
Austurríki Brexit Írland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira