Vilja að Íslendingar í útlöndum geti horft á allt efni RÚV Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 10:47 Húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Vísir/GVA Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér. Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér.
Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira