Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 23:15 James Comey var forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI þangað til Donald Trump Bandaríkjaforseti rak hann í maí árið 2017. Getty/Andrew Harrer James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila