Farið verði í markvisst forvarnarstarf gegn fíkniefnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2018 21:00 Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við. Lögreglumál Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við.
Lögreglumál Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira