Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2018 20:00 Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn mælist enn á flugi Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn mælist enn á flugi Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39