Maðurinn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 17:46 Frá vettvangi í dag. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Erlendur ferðamaður, sem slasaðist við Goðafoss síðdegis í dag, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður. Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.Uppfært klukkan 18:22: Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56 Telja að maður hafi fallið í Goðafoss Björgunaraðgerðir í gangi. 30. september 2018 14:45 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Erlendur ferðamaður, sem slasaðist við Goðafoss síðdegis í dag, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður. Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.Uppfært klukkan 18:22: Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56 Telja að maður hafi fallið í Goðafoss Björgunaraðgerðir í gangi. 30. september 2018 14:45 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Aðgerðum lokið við Goðafoss Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima. 30. september 2018 15:56