Bubbi segir Kim Larsen hafa samið einn fallegasta kærleikssöng allra tíma Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 15:01 Bubbi minnist Kim Larsen sem féll frá í dag. Vísir/Eyþór/Getty „Við komum og við förum og þetta liggur fyrir okkur öllum,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi um danska tónlistarmanninn Kim Larsen sem lést í morgun, 72 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Bubbi segir Kim Larsen hafa kennt sér að vera trúr sínum kjarna. Larsen hafi verið götustrákur sem „meikaði“ það en engu að síður laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa ort einn fallegasta kærleikssöng sem hefur verið saminn og að Danir hafi í dag misst sannkallaða þjóðargersemi. „Það er efst í huga þegar einhverjir fara sem maður þekkir að einhverju leyti og þykir að einhverju leyti vænt um, þá myndast ákveðið gat í lífslofthjúpi manns, það slokknar á einni stjörnu í viðbót. Bubbi man hvar hann var þegar hann heyrði í fyrsta skiptið í Kim Larsen. Það var snemma á áttunda áratug síðustu aldar þegar Bubbi var í heimavistarskóla í Danmörku fjórtán ára gamall. „Málið er að ég er meiri Dani en Íslendingur. Ég veit ekki hvort að menn viti það. Ég er ekki nema einn fjórði Íslendingur en ég er hálfur Dani,“ segir Bubbi.Kim Larsen var allt trúr kjarnanum að sögn Bubba.Vísir/GettyÞótti tónlistin æðisleg Hann sat uppi á heimavist og hlustaði á hljómsveitina Gasolin, sem Larsen stofnaði, ásamt nokkrum krökkum. „Okkur þótti Gasolin vera þrusuband. Maður tengdi við hann. Þetta var bara eins og að hlusta íslenska tónlist fyrir mér. Þetta var tungumál sem var mér í blóð borið, þannig að mér þótti þetta æðislegt.“ Hann hefur fylgt Larsen í gegnum tíðina. Að mati Bubba er platan Yummi Yummi með Larsen æðisleg. „Ég var skeptískari á 80´s hljómborðssyntha dæmið hans. En hann á alveg klikkuð lög.“ Bubbi segir Larsen hafa sagt það sem honum bjó í brjósti og tekið afstöðu gagnvart allskonar hitamálum í Danmörku. „Og hægt og rólega varð hann einhverskonar þjóðargersemi.“ De Smukke Unge Mennesker í uppáhaldi Lagið sem Bubba þykir vænst um með Kim Larsen er De Smukke Unge Mennesker, sem er að finna á plötunni Yummi Yummi sem kom út árið 1988. „Sem mér finnst vera einn fallegasti kærleikssöngur sem hefur verið saminn. Það er ótrúleg næmni í lagi og texta og myndirnar sem hann dregur upp eru algjörlega óaðfinnanlegar. Þær segja þessa sögu; þegar börnin okkar verða unglingar og allt í einu þekkjum við þau ekki, röddin er öðruvísi, svo fara þau eins og fiðrildi í fyrsta sumardaginn og við stöndum eftir og horfum á eftir þeim fljúga úr hreiðrinu. Einhvern veginn nær hann utan um þessa tilfinningu á svo ótrúlega fallegan máta. Þetta lag hefur verið á prógramminu hjá mér í mörg ár.“Bubbi hitti Kim Larsen og segir Danann hafa verið götustrák sem sló í gegn. Larsen var mjög skemmtilegur og laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa farið allskonar hringi í lífsleiðinni en kjarninn hélst sá sami. „Hann var alltaf sannur,“ segir Bubbi. Ræða á afmæli drottningarinnar eftirminnileg Hann bendir fólki á að leita uppi ræðu sem Larsen hélt á afmæli Margrétar Danadrottningar ef það vill sjá hversu skemmtilegur hann var. „Þar sem hann stendur fyrir framan hana og heldur algjörlega óborganlega ræðu. Hann minnist eiginlega eingöngu bara á einn mann, Johnn Lennon, algjörlega geggjaður.“ Larsen greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í desember síðastliðnum. Hann sagði frá því janúar síðastliðnum og þurfti að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð. Hann ákvað hins vegar að halda nokkurs konar kveðju tónleika í sumar. Fylgdi ljósi hans eftir Bubbi segir þetta ansi magnað kveðju. „Það er ekkert nema fegurð, ást og kærleikur. Ég hugleiddi Kim Larsen í morgun og fór í gegnum smá ferðalag í huganum og fylgdi ljósi hans eftir.“ Larsen hafði áhrif á Bubba sem segir Danann hafa kennt sér að vera trúr sjálfum sér. „Þú verður að segja það sem þér finnst og vera trúr þínum kjarna. Og mér fannst hann höndla það ótrúlega vel. Það eru aðrir tónlistarmenn sem hafa haft meiri áhrif á mig. En fyrir mér var Kim Larsen partur af dönsku fjölskyldu minni. Kim Larsen hefur alltaf verið við hliðina á manni. Ég hlusta oft á ákveðin lög með honum til að tengja mig inn í móðurlandið.“Hér fyrir neðan má heyra Bubba spila De Smukke Unge Mennesker á afmælisdegi sínum fyrir tveimur árum. Tónlist Tengdar fréttir Kim Larsen látinn Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi. 30. september 2018 09:37 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
„Við komum og við förum og þetta liggur fyrir okkur öllum,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi um danska tónlistarmanninn Kim Larsen sem lést í morgun, 72 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Bubbi segir Kim Larsen hafa kennt sér að vera trúr sínum kjarna. Larsen hafi verið götustrákur sem „meikaði“ það en engu að síður laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa ort einn fallegasta kærleikssöng sem hefur verið saminn og að Danir hafi í dag misst sannkallaða þjóðargersemi. „Það er efst í huga þegar einhverjir fara sem maður þekkir að einhverju leyti og þykir að einhverju leyti vænt um, þá myndast ákveðið gat í lífslofthjúpi manns, það slokknar á einni stjörnu í viðbót. Bubbi man hvar hann var þegar hann heyrði í fyrsta skiptið í Kim Larsen. Það var snemma á áttunda áratug síðustu aldar þegar Bubbi var í heimavistarskóla í Danmörku fjórtán ára gamall. „Málið er að ég er meiri Dani en Íslendingur. Ég veit ekki hvort að menn viti það. Ég er ekki nema einn fjórði Íslendingur en ég er hálfur Dani,“ segir Bubbi.Kim Larsen var allt trúr kjarnanum að sögn Bubba.Vísir/GettyÞótti tónlistin æðisleg Hann sat uppi á heimavist og hlustaði á hljómsveitina Gasolin, sem Larsen stofnaði, ásamt nokkrum krökkum. „Okkur þótti Gasolin vera þrusuband. Maður tengdi við hann. Þetta var bara eins og að hlusta íslenska tónlist fyrir mér. Þetta var tungumál sem var mér í blóð borið, þannig að mér þótti þetta æðislegt.“ Hann hefur fylgt Larsen í gegnum tíðina. Að mati Bubba er platan Yummi Yummi með Larsen æðisleg. „Ég var skeptískari á 80´s hljómborðssyntha dæmið hans. En hann á alveg klikkuð lög.“ Bubbi segir Larsen hafa sagt það sem honum bjó í brjósti og tekið afstöðu gagnvart allskonar hitamálum í Danmörku. „Og hægt og rólega varð hann einhverskonar þjóðargersemi.“ De Smukke Unge Mennesker í uppáhaldi Lagið sem Bubba þykir vænst um með Kim Larsen er De Smukke Unge Mennesker, sem er að finna á plötunni Yummi Yummi sem kom út árið 1988. „Sem mér finnst vera einn fallegasti kærleikssöngur sem hefur verið saminn. Það er ótrúleg næmni í lagi og texta og myndirnar sem hann dregur upp eru algjörlega óaðfinnanlegar. Þær segja þessa sögu; þegar börnin okkar verða unglingar og allt í einu þekkjum við þau ekki, röddin er öðruvísi, svo fara þau eins og fiðrildi í fyrsta sumardaginn og við stöndum eftir og horfum á eftir þeim fljúga úr hreiðrinu. Einhvern veginn nær hann utan um þessa tilfinningu á svo ótrúlega fallegan máta. Þetta lag hefur verið á prógramminu hjá mér í mörg ár.“Bubbi hitti Kim Larsen og segir Danann hafa verið götustrák sem sló í gegn. Larsen var mjög skemmtilegur og laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa farið allskonar hringi í lífsleiðinni en kjarninn hélst sá sami. „Hann var alltaf sannur,“ segir Bubbi. Ræða á afmæli drottningarinnar eftirminnileg Hann bendir fólki á að leita uppi ræðu sem Larsen hélt á afmæli Margrétar Danadrottningar ef það vill sjá hversu skemmtilegur hann var. „Þar sem hann stendur fyrir framan hana og heldur algjörlega óborganlega ræðu. Hann minnist eiginlega eingöngu bara á einn mann, Johnn Lennon, algjörlega geggjaður.“ Larsen greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í desember síðastliðnum. Hann sagði frá því janúar síðastliðnum og þurfti að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð. Hann ákvað hins vegar að halda nokkurs konar kveðju tónleika í sumar. Fylgdi ljósi hans eftir Bubbi segir þetta ansi magnað kveðju. „Það er ekkert nema fegurð, ást og kærleikur. Ég hugleiddi Kim Larsen í morgun og fór í gegnum smá ferðalag í huganum og fylgdi ljósi hans eftir.“ Larsen hafði áhrif á Bubba sem segir Danann hafa kennt sér að vera trúr sjálfum sér. „Þú verður að segja það sem þér finnst og vera trúr þínum kjarna. Og mér fannst hann höndla það ótrúlega vel. Það eru aðrir tónlistarmenn sem hafa haft meiri áhrif á mig. En fyrir mér var Kim Larsen partur af dönsku fjölskyldu minni. Kim Larsen hefur alltaf verið við hliðina á manni. Ég hlusta oft á ákveðin lög með honum til að tengja mig inn í móðurlandið.“Hér fyrir neðan má heyra Bubba spila De Smukke Unge Mennesker á afmælisdegi sínum fyrir tveimur árum.
Tónlist Tengdar fréttir Kim Larsen látinn Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi. 30. september 2018 09:37 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira