Kim Larsen látinn Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 09:37 Kim Larsen á sviði Visir/getty Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans: Andlát Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans:
Andlát Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira