Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2018 23:32 Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Vísir/ Einar Árnason Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt á tólfta tímanum í kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Ráðherra lagði frumvarpið fram til að bregðast við ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Í frumvarpinu felst heimild ráðherra málaflokksins til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða.Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum en 6 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu.Vísir/VilhelmAð fyrstu umferð lokinni var málið tekið fyrir í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti síðan nefndarálitið fyrir þingi. Hún greindi frá því að nefndin hefði fengið á sinn fund Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvegaráðuneytinu, Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis-og auðlindaráðherra auk aðstoðarmanns hans Orra Pál Jóhannson, Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Trausta Fannar Valsson.Gagnrýna vinnubrögðin harðlega Sjávarútvegsráðherra lagði frumvarpið fram við upphaf þingfundar í dag og var málið samþykkt sem fyrr segir á tólfta tímanum í kvöld. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina, hún hefði ekki verið vönduð. „Hvers vegna þurfti að keyra þetta mál í gegn helst á einum sólarhring?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir mjög að ekki hafi verið vandað til verka við meðferð málsins.vísir/vilhelmÍ annarri umferð kom Helga Vala auga á ágalla á frumvarpinu og gagnrýndi óvönduð vinnubrögð. Hún spurði hversu mörg leyfi fiskeldisfyrirtækja hefðu verið felld úr gildi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, gat ekki svarað því strax. Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu þetta sem dæmi um mistök sem gætu orðið við lagasetningu þegar mál eru keyrð í gegnum þingið á of skömmum tíma.Mikill hraði leiði af sér lélega löggjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður viðreisnar, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, voru á sama máli og Helga Vala og sögðu að ekki hefði verið staðið að málinu svo sómi væri að. Smári sagði að þegar mál væru keyrð í gegnum þingið með slíkum hraða væri viðbúið að það myndi leiða af sér lélega löggjöf. Það væri fyrirsjáanlegt að mistök yrðu gerð. Þorgerður sagði að þeirri tillögu um að fá fleiri gesti fyrir atvinnuveganefnd hefði verið hafnað. Það hefði verið til bóta að fá fleiri sérfræðinga á fund atvinnuveganefndar sem hefðu ekki komið að málinu áður eins og fulltrúa frá fiskeldisfyriræki og veiðirétthafa. Hún benti jafnframt á að á þeim skamma tíma sem atvinnuveganefnd kom saman hefðu sérfræðingar komið með ábendingar sem hafi skipt miklu máli fyrir frumvarpið. Hún velti því fyrir hvaða ábendingar aðrir sérfræðingar hefðu mögulega komið á framfæri hefðu þeir fengið tækifæri til þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53 Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt á tólfta tímanum í kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Ráðherra lagði frumvarpið fram til að bregðast við ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Í frumvarpinu felst heimild ráðherra málaflokksins til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða.Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum en 6 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu.Vísir/VilhelmAð fyrstu umferð lokinni var málið tekið fyrir í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti síðan nefndarálitið fyrir þingi. Hún greindi frá því að nefndin hefði fengið á sinn fund Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvegaráðuneytinu, Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis-og auðlindaráðherra auk aðstoðarmanns hans Orra Pál Jóhannson, Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Trausta Fannar Valsson.Gagnrýna vinnubrögðin harðlega Sjávarútvegsráðherra lagði frumvarpið fram við upphaf þingfundar í dag og var málið samþykkt sem fyrr segir á tólfta tímanum í kvöld. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina, hún hefði ekki verið vönduð. „Hvers vegna þurfti að keyra þetta mál í gegn helst á einum sólarhring?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir mjög að ekki hafi verið vandað til verka við meðferð málsins.vísir/vilhelmÍ annarri umferð kom Helga Vala auga á ágalla á frumvarpinu og gagnrýndi óvönduð vinnubrögð. Hún spurði hversu mörg leyfi fiskeldisfyrirtækja hefðu verið felld úr gildi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, gat ekki svarað því strax. Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu þetta sem dæmi um mistök sem gætu orðið við lagasetningu þegar mál eru keyrð í gegnum þingið á of skömmum tíma.Mikill hraði leiði af sér lélega löggjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður viðreisnar, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, voru á sama máli og Helga Vala og sögðu að ekki hefði verið staðið að málinu svo sómi væri að. Smári sagði að þegar mál væru keyrð í gegnum þingið með slíkum hraða væri viðbúið að það myndi leiða af sér lélega löggjöf. Það væri fyrirsjáanlegt að mistök yrðu gerð. Þorgerður sagði að þeirri tillögu um að fá fleiri gesti fyrir atvinnuveganefnd hefði verið hafnað. Það hefði verið til bóta að fá fleiri sérfræðinga á fund atvinnuveganefndar sem hefðu ekki komið að málinu áður eins og fulltrúa frá fiskeldisfyriræki og veiðirétthafa. Hún benti jafnframt á að á þeim skamma tíma sem atvinnuveganefnd kom saman hefðu sérfræðingar komið með ábendingar sem hafi skipt miklu máli fyrir frumvarpið. Hún velti því fyrir hvaða ábendingar aðrir sérfræðingar hefðu mögulega komið á framfæri hefðu þeir fengið tækifæri til þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53 Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent