Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Maðurinn var einn tíu sem var handtekinn vegna rannsóknar lögreglu á skjalafalsi.
Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá. Ingimar Skúli Sævarsson, eigandi starfsleigunnar Manngildis, var einn hinna handteknu í morgun. Hann neitar að hafa nokkra vitneskju um málið.
Ingimar Skúla var sleppt að loknum yfirheyrslum í dag og hið sama gildir um átta erlenda karlmenn fyrir utan þann sem krafist er gæsluvarðhalds yfir. Þeir þurfa þó að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi.
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi

Tengdar fréttir

Handtökur og húsleitir vegna vegabréfafölsunar
Mennirnir, níu erlendir ríkisborgarar og einn Íslendingur, voru handteknir á tveimur stöðum í umdæminu, en þar voru jafnframt framkvæmdar húsleitir.

Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun
Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum.