Fótbolti

Juventus vill ekki fá Pogba aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba var í fjögur ár á Ítalíu
Pogba var í fjögur ár á Ítalíu vísir/getty
Yfirmaður íþróttamála hjá Juventus segir félagið ekki ætla að fá Paul Pogba aftur til sín. Pogba er sagður vilja yfirgefa Manchester United.

Pogba spilaði fyrir Juventus frá 2012 til 2016 og seldi félagið hann til Manchester United fyrir 89 milljónir punda. Pogba hefur verið orðaður við endurkomu til Ítalíu á síðustu vikum en Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, segir það ekki koma til greina.

„Við elskum hann mjög mikið. Við viljum að honum gangi vel, en hann er ekki leikmaður Juventus lengur,“ sagði Paratici við SkySports.

„Við erum tengdir honum en við höfum aldrei hugsað um að fá hann til baka og ætlum ekki að hugsa um það.“


Tengdar fréttir

Mourinho: Pogba var aldrei varafyrirliði

Fátt annað var rætt um á blaðamannafundi Jose Mourinho í gær en samband hans og miðjumannsins Paul Pogba en sambandið þar virðist ekki gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×