Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 14:20 Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis. Vísir/Jói K Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handteknir voru í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. Lögmaður hans segir augljóst mál að Ingimar Skúli sé saklaus en það sýni tímasetningar í málinu. Ingimar hafi hvergi komið nálægt fölsun og eigi enga aðild að málinu. Athugasemd ritstjórnar: Viðtalið við Tryggva var tekið áður en lögregla leiðrétti fyrri tilkynningu þar sem fram kom að kennitölunum hefði verði úthlutað um mitt ár í fyrra. Hið rétta er að þeim var úhlutað á þessu ári. Skrifstofur Manngildis í Auðbrekku í KópavogVísir/Vilhelm Lögregla blés í herlúðra í morgun og handtók tíu karlmenn, níu erlenda og einn íslenskan, við rannsókn á vegabréfafölsun. Handtókur fóru fram snemma dags á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru gerðar húsleitir og hald lagt á gögn. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Ingimars Skúla, segir skjólstæðing sinn hafa mætt til vinnu í morgun og verið handtekinn á staðnum. Ingimar Skúli hafi verið færður til skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Tryggvi segist ekki hafa átt kost á því að vera viðstaddur skýrslutökuna en Ingimar Skúli hafi ekki fengið upplýsingar um hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað. Í framhaldinu hafi þeir séð í fréttatilkynningu frá lögreglu í dag að mennirnir hafi fengið úthlutaðri kerfiskennitölu um mitt síðasta ár. Þeir eru í dag starfsmenn Manngildis en Ingimar Skúli ekki haft upplýsingar um að þeir væru með kennitölu á grundvelli falsaðra vegabréfa. Skrifstofur Manngildis við Auðbrekku í Kópavogi.Vísir/Jói K Tímasetningar gangi ekki upp „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ segir Tryggvi. Vísar hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar Bjarnadóttur sem hófu samstarf hjá Verkleigunni árið 2016. Verkleigan varð gjaldþrota á síðasta ári. Stofnaði Ingimar Skúli verkleiguna Manngildi en Halla Rut verkleiguna Menn í vinnu ásamt fleirum fyrrverandi starfsmönnum hjá Verkleigunni. „Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu,“ segir Tryggvi. „Það sem meira er, mögulega eru það þessir aðilar sem láta vita af þessu því þeir vita mögulega að þetta fólk er ekki hér á réttum pappírum.“ Ásakanir hafa gengið á víxl milli Ingimars Skúla annars vegar og Höllu Rutar og kollega hennar hjá Mönnum í vinnu hins vegar. Ingimar hefur kært þau til héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, fjársvik og skjalafals. Halla Rut og félagar hjá Mönnum í vinnu hafa að sama skapi tilkynnt meint skattalagabrot Ingimars Skúla til skattrannsóknarstjóra, samkvæmt því sem fram kom í máli Halldórs Heiðars Hallssonar, lögmanns Manna í vinnu, á dögunum. „Nú hef ég upplýst yfirmann lögreglurannsóknarinnar um þessi tímamörk og hvatt hann til að beina sjónum sínum að þeim sem höfðu með starfsemi fyrirtækisins að gera á þeim tíma,“ segir Tryggvi. Ingimar Skúli hafi hvergi verið nærri um mitt síðasta ár þegar kennitölurnar voru gefnar út. Fjallað var um starfsmannaleigur í umtöluðum þætti Kveiks á RÚV í síðustu viku, þar á meðal Verkleiguna og Menn í vinnu. Uppfært klukkan 15:50 Eftir að frétt Vísis með viðtalinu við Tryggva fór í loftið sendi lögregla frá sér tilkynningu og leiðrétti tilkynninguna. Kennitölunum hefði verið úthlutað á þessu ári en ekki um mitt síðasta ár. „Sjáið bara hvernig maðurinn lýgur. Nú er komið í ljós eins og satt er að sótt var um kennitölur fyrir þessa menn á þessu ári en ekki í fyrra eins og staðfest er af lögreglu. Þetta er ákúrat ein ástæða þess að starfsfólk skrifstofu var rekið því það vildi ekki taka þátt í þessu sem og skattsvikamálum,“ segir Halla Rut í athugasemd við fréttina. „Ágætt að vera að stunda skjalafals og skattsvik og kenna svo öðrum um.“ Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handteknir voru í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. Lögmaður hans segir augljóst mál að Ingimar Skúli sé saklaus en það sýni tímasetningar í málinu. Ingimar hafi hvergi komið nálægt fölsun og eigi enga aðild að málinu. Athugasemd ritstjórnar: Viðtalið við Tryggva var tekið áður en lögregla leiðrétti fyrri tilkynningu þar sem fram kom að kennitölunum hefði verði úthlutað um mitt ár í fyrra. Hið rétta er að þeim var úhlutað á þessu ári. Skrifstofur Manngildis í Auðbrekku í KópavogVísir/Vilhelm Lögregla blés í herlúðra í morgun og handtók tíu karlmenn, níu erlenda og einn íslenskan, við rannsókn á vegabréfafölsun. Handtókur fóru fram snemma dags á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru gerðar húsleitir og hald lagt á gögn. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Ingimars Skúla, segir skjólstæðing sinn hafa mætt til vinnu í morgun og verið handtekinn á staðnum. Ingimar Skúli hafi verið færður til skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Tryggvi segist ekki hafa átt kost á því að vera viðstaddur skýrslutökuna en Ingimar Skúli hafi ekki fengið upplýsingar um hvenær meint brot eigi að hafa átt sér stað. Í framhaldinu hafi þeir séð í fréttatilkynningu frá lögreglu í dag að mennirnir hafi fengið úthlutaðri kerfiskennitölu um mitt síðasta ár. Þeir eru í dag starfsmenn Manngildis en Ingimar Skúli ekki haft upplýsingar um að þeir væru með kennitölu á grundvelli falsaðra vegabréfa. Skrifstofur Manngildis við Auðbrekku í Kópavogi.Vísir/Jói K Tímasetningar gangi ekki upp „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ segir Tryggvi. Vísar hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar Bjarnadóttur sem hófu samstarf hjá Verkleigunni árið 2016. Verkleigan varð gjaldþrota á síðasta ári. Stofnaði Ingimar Skúli verkleiguna Manngildi en Halla Rut verkleiguna Menn í vinnu ásamt fleirum fyrrverandi starfsmönnum hjá Verkleigunni. „Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu,“ segir Tryggvi. „Það sem meira er, mögulega eru það þessir aðilar sem láta vita af þessu því þeir vita mögulega að þetta fólk er ekki hér á réttum pappírum.“ Ásakanir hafa gengið á víxl milli Ingimars Skúla annars vegar og Höllu Rutar og kollega hennar hjá Mönnum í vinnu hins vegar. Ingimar hefur kært þau til héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, fjársvik og skjalafals. Halla Rut og félagar hjá Mönnum í vinnu hafa að sama skapi tilkynnt meint skattalagabrot Ingimars Skúla til skattrannsóknarstjóra, samkvæmt því sem fram kom í máli Halldórs Heiðars Hallssonar, lögmanns Manna í vinnu, á dögunum. „Nú hef ég upplýst yfirmann lögreglurannsóknarinnar um þessi tímamörk og hvatt hann til að beina sjónum sínum að þeim sem höfðu með starfsemi fyrirtækisins að gera á þeim tíma,“ segir Tryggvi. Ingimar Skúli hafi hvergi verið nærri um mitt síðasta ár þegar kennitölurnar voru gefnar út. Fjallað var um starfsmannaleigur í umtöluðum þætti Kveiks á RÚV í síðustu viku, þar á meðal Verkleiguna og Menn í vinnu. Uppfært klukkan 15:50 Eftir að frétt Vísis með viðtalinu við Tryggva fór í loftið sendi lögregla frá sér tilkynningu og leiðrétti tilkynninguna. Kennitölunum hefði verið úthlutað á þessu ári en ekki um mitt síðasta ár. „Sjáið bara hvernig maðurinn lýgur. Nú er komið í ljós eins og satt er að sótt var um kennitölur fyrir þessa menn á þessu ári en ekki í fyrra eins og staðfest er af lögreglu. Þetta er ákúrat ein ástæða þess að starfsfólk skrifstofu var rekið því það vildi ekki taka þátt í þessu sem og skattsvikamálum,“ segir Halla Rut í athugasemd við fréttina. „Ágætt að vera að stunda skjalafals og skattsvik og kenna svo öðrum um.“
Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira