Ansi mikið var skorað í leiknum og varnarleikurinn í aukahlutverki en Phoenix leiddi í hálfleik 61-46. Þeir klárðu svo leikinn með stæl en unnu alla leikhlutuna nema þann fjórða.
Einu sinni sem oftar var það Stephen Curry sem var stigahæstur hjá Golden State en hann skoraði 23 stig. Ryan Andeson og Deandre Ayton skoruðu átján stig fyrir gestina frá Phoenix.
Miami vann sigur á Orlando í spennutrylli, 90-89, eftir að staðan í hálfleik hafi verið 42-52, Miami í vil. Rodney McGruder skoraði sigurkörfuna rúmri mínútu fyrir leikslok.
Hér að neðan má sjá úrslit næturinnar sem og flottustu tilþrifin.
Úrslit:
Dallas - Philadelphia 115-112
Indiana - Cleveland 111-102
Brooklyn - Detroit 110-108
Chicago - Charlotte 104-110
Orlando - Miami 89-90
Washington - New York 110-98
Phoenix - Golden State 117-109