Heitir því að elta þá uppi sem unnu skemmdarverk við vinsæla fjörupotta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 11:00 Umgengnin var eins og eftir svín að sögn Elvars Reykjalín. Mynd/Elvar Reykjalín Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira