„Ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2018 10:32 Helena Bonham Carter er ein þekktasta leikkona Breta. vísir/getty Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49