Heilu hverfin sukku í for Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 07:00 Gríðarleg eyðilegging átti sér stað á eyjunni Súlavesí í Indónesíu. Vísir/Getty Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira