Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 12:10 Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. vísir/vilhelm Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10