Njarðvík vann virkilega öflugan sigur á Keflavík í Suðurnesjaslag í gærkvöldi og þar var Jeb Ivey að spila sinn fyrsta leik í endurkomunni til Íslands.
„Hann finnur alla á hárréttum tíma,” sagði Hermann Hauksson, annar sérfræðigur þáttarins, áður en hinn, Fannar Ólafsson, tók við:
„Hörður Axel tekur skot er fimmtán sekúndur eru eftir af klukkunni en hvað gerist hinu megin? Bíður, bíður og kemur boltanum á réttan stað. Svo þarftu að sjá hvort að boltinn fari niður eða ekki.”
Skemmtilegt atvik gerðist í fjórða leikhluta er Jebb Ivey ákvað að kyssa hendina á Guðmundi Jónssyni.
„Gummi hefur ekki fýlað þetta. Bless, vinur. Ekki vera að kyssa,” sagði Fannar.
Innslagið má sjá hér að neðan.