Túristaþyrla í Hornvík vekur furðu Ísfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Ferðamenn af skemmtiferðaskipi stíga á land á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar. Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira