Túristaþyrla í Hornvík vekur furðu Ísfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Ferðamenn af skemmtiferðaskipi stíga á land á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar. Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira