Telur að frumvarp um veiðigjöld myndi hvata til að skerða hlut sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2018 08:00 Sjómenn hafa talið sig hlunnfarna. Fréttablaðið/Vilhelm Þórólfur Matthíasson forseti hagfræðideild HÍ fundur regluverk ESB Það að greiða veiðigjöld af afla þremur árum eftir að hann er veiddur er léttvægt vandamál og kallar ekki eitt og sér á lagabreytingu á veiðigjöldum og frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögunum gæti gefið útgerðarmönnum hvata til að verðleggja fisk í innbyrðis viðskiptum eins lágt og hægt er og skerða þannig hlut sjómanna og lækka veiðigjöld til þjóðarinnar. Þetta er mat Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sent atvinnuveganefnd þingsins greinargerð vegna frumvarpsins þar sem hann fer yfir helstu vankanta þess. Í frumvarpi ráðherrans mun veiðigjald aðeins reiknast á veiddan fisk og er fiskvinnslum haldið fyrir utan veiðigjöldin. Þórólfur bendir á að útgerðir og fiskvinnslur séu í mörgum tilvikum tengdir aðilar og semji því við sjálfar sig um verðið á fiskinum. Verðið á fiskinum til fiskvinnslunnar ákvarðar því veiðigjöldin. „Verði frumvarpið að lögum með óbreyttum ákvæðum hvað þetta varðar munu útgerðarmenn fá viðbótarhvata til að verðleggja fisk í innbyrðis viðskiptum á sem lægstu verði. Slík aðgerð mundi bæði lækka launakostnað og framtíðarveiðigjald,“ segir Þórólfur. Hann segir einnig að sjóðstreymisvandi fyrirtækjanna, að greiða veiðigjöld vegna afla nokkru áður, sé ekki stórt vandamál. „Vandinn tengdur greiðslu veiðigjalds er ekki með nokkrum hætti frábrugðinn öðrum sjóðstreymisvandamálum sem koma upp,“ segir Þórólfur. „Nú er það svo að höfuðverkefni þeirra sem reka fyrirtæki er að stjórna sjóðstreymi þannig að ekki komi til sjóðþurrðar. Sjóðstreymisvandinn sem tengist veiðigjaldinu er því tiltölulega léttvægur og kallar ekki einn sér á lagabreytingar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórólfur Matthíasson forseti hagfræðideild HÍ fundur regluverk ESB Það að greiða veiðigjöld af afla þremur árum eftir að hann er veiddur er léttvægt vandamál og kallar ekki eitt og sér á lagabreytingu á veiðigjöldum og frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögunum gæti gefið útgerðarmönnum hvata til að verðleggja fisk í innbyrðis viðskiptum eins lágt og hægt er og skerða þannig hlut sjómanna og lækka veiðigjöld til þjóðarinnar. Þetta er mat Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sent atvinnuveganefnd þingsins greinargerð vegna frumvarpsins þar sem hann fer yfir helstu vankanta þess. Í frumvarpi ráðherrans mun veiðigjald aðeins reiknast á veiddan fisk og er fiskvinnslum haldið fyrir utan veiðigjöldin. Þórólfur bendir á að útgerðir og fiskvinnslur séu í mörgum tilvikum tengdir aðilar og semji því við sjálfar sig um verðið á fiskinum. Verðið á fiskinum til fiskvinnslunnar ákvarðar því veiðigjöldin. „Verði frumvarpið að lögum með óbreyttum ákvæðum hvað þetta varðar munu útgerðarmenn fá viðbótarhvata til að verðleggja fisk í innbyrðis viðskiptum á sem lægstu verði. Slík aðgerð mundi bæði lækka launakostnað og framtíðarveiðigjald,“ segir Þórólfur. Hann segir einnig að sjóðstreymisvandi fyrirtækjanna, að greiða veiðigjöld vegna afla nokkru áður, sé ekki stórt vandamál. „Vandinn tengdur greiðslu veiðigjalds er ekki með nokkrum hætti frábrugðinn öðrum sjóðstreymisvandamálum sem koma upp,“ segir Þórólfur. „Nú er það svo að höfuðverkefni þeirra sem reka fyrirtæki er að stjórna sjóðstreymi þannig að ekki komi til sjóðþurrðar. Sjóðstreymisvandinn sem tengist veiðigjaldinu er því tiltölulega léttvægur og kallar ekki einn sér á lagabreytingar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira