Mótmælendur mótmæltu mótmælendunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2018 20:30 Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira