Rukkað fyrir klósettferðir í Borgarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2018 15:19 N1 áætlar að um 400 þúsund manns stoppi gagngert til að nýta sér salernin í versluninni í Borgarnesi. Aðsend Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin. Neytendur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin.
Neytendur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira