Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Smári Jökull Jónsson í Röstinni í Grindavík skrifar 4. október 2018 22:15 Vísir/Eyþór Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. Það var ýmislegt í spilunum fyrir leikinn í kvöld. Grindavík mætir til leiks með töluvert breytt lið frá því í fyrra og Breiðablik eru nýliðar í deildinni og hafa fengið til liðs við sig unga og efnilega leikmenn fyrir tímabilið og leika með einn erlendan leikmann sem er minna en mörg önnur lið í deildinni. Það voru þó nýliðarnir sem komu flestum á óvart í kvöld með góðum leik. Þeir leiddu oft á tíðum og gengu fram af mikilli baráttu, pressuðu Suðurnesjamenn stíft og spiluðu hraðan leik. Þetta sló heimamenn út af laginu sem áttu í basli bæði í vörn og sókn lengst af. Blikar leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta en heimamenn með einu stigi í hálfleik. Það var mikið að skorað og leikurinn töluvert hraður þó augljóst væri að ryð væri í sóknarleik liðanna og þá sérstaklega í byrjun. Breiðablik byrjaði síðari hálfleik af sama krafti og þann fyrri og voru að leika vel. Þeir leiddu með sjö stigum þegar sex og hálf mínúta voru eftir en þá sögðu heimamenn stopp. Þeir náðu 16-0 áhlaupi og Blikar áttu engin svör og var fyrirmunað að skora. Grindvíkingar litu ekki um öxl eftir þetta og unnu að lokum níu stiga sigur, 95-86.Af hverju vann Grindavík?Þeir unnu því þeir keyrðu yfir Blika á sex mínútna kafla í fjórða leikhluta. Heimamenn léku ekki vel í kvöld og áttu í basli lengst af bæði í vörn og sókn. Þegar þeir náðu áhlaupinu settu þeir stóra þrista og lokuðu vörninni sem gerði auðvitað gæfumuninn. Leikmenn Breiðabliks geta gengið stoltir frá borði þó svo að það gefi þeim engin stig á töfluna. Með sömu baráttu og áræðni og þeir sýndu í kvöld eiga þeir eftir að taka stig af liðum í vetur.Þessir stóðu upp úr:Jordy Kuiper var öflugur hjá heimamönnum með 24 stig og 12 fráköst auk þess sem hann öskraði liðsfélaga sína áfram hvað eftir annað. Sigtryggur Arnar byrjaði fremur illa en lék betur og betur eftir því sem leið á og þá átti Jóhann Árni Ólafsson ágæta innkomu af bekknum og Ólafur Ólafsson fína spretti. Hjá Breiðablik átti Snorri Hrafnkelsson fínan leik en Chris Covile var þeirra stigahæstur í sókninni. Arnór Hermannsson átti einnig sína spretti og skilaði 5 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.Hvað gekk illa?Terrel Vinson og Michael Liapis áttu ekki sinn besta leik í dag en sýndu ágæta takta inn á milli. Áhlaup Grindvíkinga kom þegar þeir sátu sem fastast á bekknum og það segir ýmislegt. Liapis á að stýra sókninni hjá Suðurnesjamönnum en virðist ekki alveg vera kominn inn í kerfin og lét Jóhann Þór þjálfari hann heyra það í eitt sinn þegar þeir ræddu saman eftir eina sóknina. Blikar léku ágætlega lungað úr leiknum en áttu engin svör þegar Grindavík náði sínu áhlaupi. Þá tóku þeir slæmar ákvarðanir í sókninni og það var óskiljanlegt að Pétur þjálfari skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti.Hvað gerist næst?Grindavík mætir hinum nýliðunum í Skallagrími í Borgarnesi eftir viku á meðan Breiðablik tekur á móti meistarakandídötunum í Stjörnunni. Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkurPétur Ingvarsson er þjálfari nýliða Breiðabliks.Vísir/Anton„Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega í upphafi sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur.“ Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn voru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu. Jóhann Þór: Það þarf að slá okkur utan undirJóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.vísir/ernir„Við vorum heilt yfir slakir. Við vorum að elta þá í 35 mínútur og Blikarnir sýndu hörku frammistöðu. Við þarf að slá okkur utan undir heldur betur og ég held að mínir menn hafi verið smitaðir af þessari umræðu undanfarið um að Blikarnir geti ekki neitt og eigi ekki eftir að vinna leik. Það eru ákveðin atriði sem við þurfum heldur betur að vinna í,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Grindavík mætir til leiks í ár með töluvert mikið breytt lið en Jóhann sagði að það hefði ekki verið það sem var að hjá þeim í kvöld. „Það var ekki það sem var að drepa okkur í kvöld þó það hafi spilað inn í. Það er búið að vera mikið um forföll, menn laskaðir og verið inn og út úr æfingahóp. Við þurfum bara að spila út úr því sem við höfum, engar afsakanir.“ Grindvíkingar náðu 16-0 áhlaupi sem skóp sigur þeirra í kvöld og gerðu það án Terrel Vinson og Michael Liapis sem sátu þá sem fastast á bekknum. „Ég held að það sé jákvætt að aðrir hafi stigið upp í staðinn. Liðið okkar er mikið breytt en það á ekki bara við um okkur. Maður hefur verið spurður mikið um önnur lið en ég get ekki einu sinni sagt hvernig mitt lið verður.“ „Þetta verður mjög spennandi og það verður gaman að sjá hvernig þetta nýja útlendingakerfi kemur út og ég er að vonast eftir að þetta geri deildina betri. Ég trúi því og það er vonandi að það gangi upp,“ sagði Jóhann að lokum en breytingin sem hann talar um að nú mega lið spila með fleiri erlenda leikmenn en verið hefur síðustu árin. Sigtryggur Arnar: Þeir komu okkur ekki á óvartSigtryggur Arnar í leik með Tindastóli í fyrra.Vísir/BáraSigtryggur Arnar Björnsson lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur í Dominos-deildinni í kvöld og átti fínan leik, skoraði 22 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. „Við unnum leikinn eins og við ætluðum okkur og þá er ég sáttur. Við duttum í einhvern gír þarna í lokin og stundum gerist það og þá fáum við áhorfendur með okkur og það gerðist í lokin,“ sagði Sigtryggur Arnar en stemmningin á pöllunum var fín þegar Grindvíkingar náðu sínu áhlaupi og það var vel mætt í Röstina í kvöld. „Það var geggjað að spila fyrir framan þetta fólk og verður örugglega í allan vetur,“ bætti Sigtryggur Arnar við. Blikar komu mörgum á óvart með sínum góða leik í kvöld en Sigtryggur Arnar var ekki á sama máli. „Þeir komu okkur ekkert á óvart. Við vissum að það væri kraftur í þeim, að þetta væru ungir strákar sem vilja hlaupa og skjóta. Þeir hafa engu að tapa þannig að við bjuggumst við þessu.“ Félagaskipti Sigtryggs Arnars frá Tindastóli til Grindavíkur voru ein þau stærstu fyrir tímabilið en flestir bjuggust við að hann myndi halda áfram að spila fyrir norðan. „Mér líst mjög vel á þetta, það er gott að vera hérna og ég er spenntur fyrir vetrinum,“ sagði hann að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur "Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. 4. október 2018 21:13
Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. Það var ýmislegt í spilunum fyrir leikinn í kvöld. Grindavík mætir til leiks með töluvert breytt lið frá því í fyrra og Breiðablik eru nýliðar í deildinni og hafa fengið til liðs við sig unga og efnilega leikmenn fyrir tímabilið og leika með einn erlendan leikmann sem er minna en mörg önnur lið í deildinni. Það voru þó nýliðarnir sem komu flestum á óvart í kvöld með góðum leik. Þeir leiddu oft á tíðum og gengu fram af mikilli baráttu, pressuðu Suðurnesjamenn stíft og spiluðu hraðan leik. Þetta sló heimamenn út af laginu sem áttu í basli bæði í vörn og sókn lengst af. Blikar leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta en heimamenn með einu stigi í hálfleik. Það var mikið að skorað og leikurinn töluvert hraður þó augljóst væri að ryð væri í sóknarleik liðanna og þá sérstaklega í byrjun. Breiðablik byrjaði síðari hálfleik af sama krafti og þann fyrri og voru að leika vel. Þeir leiddu með sjö stigum þegar sex og hálf mínúta voru eftir en þá sögðu heimamenn stopp. Þeir náðu 16-0 áhlaupi og Blikar áttu engin svör og var fyrirmunað að skora. Grindvíkingar litu ekki um öxl eftir þetta og unnu að lokum níu stiga sigur, 95-86.Af hverju vann Grindavík?Þeir unnu því þeir keyrðu yfir Blika á sex mínútna kafla í fjórða leikhluta. Heimamenn léku ekki vel í kvöld og áttu í basli lengst af bæði í vörn og sókn. Þegar þeir náðu áhlaupinu settu þeir stóra þrista og lokuðu vörninni sem gerði auðvitað gæfumuninn. Leikmenn Breiðabliks geta gengið stoltir frá borði þó svo að það gefi þeim engin stig á töfluna. Með sömu baráttu og áræðni og þeir sýndu í kvöld eiga þeir eftir að taka stig af liðum í vetur.Þessir stóðu upp úr:Jordy Kuiper var öflugur hjá heimamönnum með 24 stig og 12 fráköst auk þess sem hann öskraði liðsfélaga sína áfram hvað eftir annað. Sigtryggur Arnar byrjaði fremur illa en lék betur og betur eftir því sem leið á og þá átti Jóhann Árni Ólafsson ágæta innkomu af bekknum og Ólafur Ólafsson fína spretti. Hjá Breiðablik átti Snorri Hrafnkelsson fínan leik en Chris Covile var þeirra stigahæstur í sókninni. Arnór Hermannsson átti einnig sína spretti og skilaði 5 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.Hvað gekk illa?Terrel Vinson og Michael Liapis áttu ekki sinn besta leik í dag en sýndu ágæta takta inn á milli. Áhlaup Grindvíkinga kom þegar þeir sátu sem fastast á bekknum og það segir ýmislegt. Liapis á að stýra sókninni hjá Suðurnesjamönnum en virðist ekki alveg vera kominn inn í kerfin og lét Jóhann Þór þjálfari hann heyra það í eitt sinn þegar þeir ræddu saman eftir eina sóknina. Blikar léku ágætlega lungað úr leiknum en áttu engin svör þegar Grindavík náði sínu áhlaupi. Þá tóku þeir slæmar ákvarðanir í sókninni og það var óskiljanlegt að Pétur þjálfari skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti.Hvað gerist næst?Grindavík mætir hinum nýliðunum í Skallagrími í Borgarnesi eftir viku á meðan Breiðablik tekur á móti meistarakandídötunum í Stjörnunni. Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkurPétur Ingvarsson er þjálfari nýliða Breiðabliks.Vísir/Anton„Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega í upphafi sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur.“ Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn voru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu. Jóhann Þór: Það þarf að slá okkur utan undirJóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.vísir/ernir„Við vorum heilt yfir slakir. Við vorum að elta þá í 35 mínútur og Blikarnir sýndu hörku frammistöðu. Við þarf að slá okkur utan undir heldur betur og ég held að mínir menn hafi verið smitaðir af þessari umræðu undanfarið um að Blikarnir geti ekki neitt og eigi ekki eftir að vinna leik. Það eru ákveðin atriði sem við þurfum heldur betur að vinna í,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Grindavík mætir til leiks í ár með töluvert mikið breytt lið en Jóhann sagði að það hefði ekki verið það sem var að hjá þeim í kvöld. „Það var ekki það sem var að drepa okkur í kvöld þó það hafi spilað inn í. Það er búið að vera mikið um forföll, menn laskaðir og verið inn og út úr æfingahóp. Við þurfum bara að spila út úr því sem við höfum, engar afsakanir.“ Grindvíkingar náðu 16-0 áhlaupi sem skóp sigur þeirra í kvöld og gerðu það án Terrel Vinson og Michael Liapis sem sátu þá sem fastast á bekknum. „Ég held að það sé jákvætt að aðrir hafi stigið upp í staðinn. Liðið okkar er mikið breytt en það á ekki bara við um okkur. Maður hefur verið spurður mikið um önnur lið en ég get ekki einu sinni sagt hvernig mitt lið verður.“ „Þetta verður mjög spennandi og það verður gaman að sjá hvernig þetta nýja útlendingakerfi kemur út og ég er að vonast eftir að þetta geri deildina betri. Ég trúi því og það er vonandi að það gangi upp,“ sagði Jóhann að lokum en breytingin sem hann talar um að nú mega lið spila með fleiri erlenda leikmenn en verið hefur síðustu árin. Sigtryggur Arnar: Þeir komu okkur ekki á óvartSigtryggur Arnar í leik með Tindastóli í fyrra.Vísir/BáraSigtryggur Arnar Björnsson lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur í Dominos-deildinni í kvöld og átti fínan leik, skoraði 22 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. „Við unnum leikinn eins og við ætluðum okkur og þá er ég sáttur. Við duttum í einhvern gír þarna í lokin og stundum gerist það og þá fáum við áhorfendur með okkur og það gerðist í lokin,“ sagði Sigtryggur Arnar en stemmningin á pöllunum var fín þegar Grindvíkingar náðu sínu áhlaupi og það var vel mætt í Röstina í kvöld. „Það var geggjað að spila fyrir framan þetta fólk og verður örugglega í allan vetur,“ bætti Sigtryggur Arnar við. Blikar komu mörgum á óvart með sínum góða leik í kvöld en Sigtryggur Arnar var ekki á sama máli. „Þeir komu okkur ekkert á óvart. Við vissum að það væri kraftur í þeim, að þetta væru ungir strákar sem vilja hlaupa og skjóta. Þeir hafa engu að tapa þannig að við bjuggumst við þessu.“ Félagaskipti Sigtryggs Arnars frá Tindastóli til Grindavíkur voru ein þau stærstu fyrir tímabilið en flestir bjuggust við að hann myndi halda áfram að spila fyrir norðan. „Mér líst mjög vel á þetta, það er gott að vera hérna og ég er spenntur fyrir vetrinum,“ sagði hann að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur "Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. 4. október 2018 21:13
Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur "Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. 4. október 2018 21:13
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum