Davíð Ólafur Ingimarsson hefur verið skipaður nýr forstjóri Guide to Iceland. Davíð gegndi áður stöðu fjármálastjóra hjá Guide to Iceland. Þá hefur hann meðal annars starfað sem fjármálastjóri Greenqloud, yfirmaður lánamála og sjóðastýringar hjá Landsvirkjun og setið í stjórn lífeyrissjóðs.
Xiaochen Tian, fráfarandi forstjóri, tekur við sem framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Guide to Iceland.
,,Með íslensku hugviti hefur okkur tekist að þróa heimsklassa hugbúnað og höfum við lengi leitað að hæfum forstjóra til að stýra jafnhratt vaxandi fyrirtæki og okkar. Það var því mikil ánægja að sjá Davíð stíga upp en fyrir vikið mun ég geta einbeitt mér betur að fjárfestingum og áframhaldandi vexti félagsins," segir Xiaochen í tilkynningu.
Vilhelm Jensen, fráfarandi aðstoðamaður fjármálastjóra, tekur við sem nýr fjármálastjóri Guide to Iceland.
,,Við hefðum aldrei sleppt Davíð sem fjármálastjóra félagsins nema að Vilhelm hefði sýnt sig og sannað að hann væri hæfur fjármálastjóri. Það var mikill styrkur fyrir okkur að fá þá báða til liðs við okkur frá Greenqloud”, segir Xiaochen ennfremur.
Davíð Ólafur nýr forstjóri Guide to Iceland
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent


Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hækkanir í Kauphöllinni á ný
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent