Íslandsmeistararnir hefja leik gegn nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. október 2018 14:00 KR fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð í vor. Kemur sá sjötti í safnið? vísir Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Sjá meira
Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum