Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2018 23:15 Þeir horfðust ekki í augu í kvöld en gera það á morgun. vísir/getty Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15
Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00