Hakkarar Kim sakaðir um fjölda stafrænna bankarána Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 14:51 Hakkararnir eru sagðir hafa ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum frá 2014. Vísir/Getty Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar. Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar.
Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira