Hann spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið í gær og stemningin var geggjuð. Áhorfendur í LA er mjög íslenskir í hegðun og mæta seint. Ekki í gær. Þá var orðið þétt setið til þess að sjá LeBron hita upp og fagna honum í kynningu fyrir leikinn.
„Það er alltaf stemning fyrir leiki en þegar hann var kynntur þá fattaði maður að þetta verður eitthvað annað. Það voru brjáluð læti í húsinu,“ sagði Josh Hart, liðsfélagi LeBron.
Það vakti líka mikla athygli að LeBron skildi velja sér skáp í búningsklefanum á sama stað og Kobe Bryant var með sinn.
The Lakers renovated locker room with LeBron’s new locker basically in the spot where Kobe’s locker used to be. pic.twitter.com/NfXTt8KMI3
— Ohm Youngmisuk (@NotoriousOHM) October 3, 2018
„Það var geggjað að sjá þessa mætingu og stemningin eftir því. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta og við reyndum að gefa fólkinu sýningu,“ sagði James eftir leik.
Lakers tapaði 113-111 gegn Denver. LeBron spilaði aftur í 15 mínútur og hitti úr 5 af 6 skotum sínum. Endaði með 13 stig og 3 stoðsendingar.