Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:09 Trump á fundinum í Mississippi í gær. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hæddist að vitnisburði Christine Blasey Ford fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi með stuðningsmönnum sínum í Mississippi í gær. Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. Blasey Ford segir Kavanaugh hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar þau voru unglingar og að hann hafi reynt að nauðga henni. Á fundinum í Mississippi hæddist Trump að vitnisburði Blasey Ford þegar hann sagði að svo virtist vera sem hún gæti ekki munað ákveðin smáatriði í tengslum við meint kynferðisofbeldi Kavanaugh. Trump sagði að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“ Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Fyrr í gær ítrekaði Trump stuðning sinn við Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og sagði að hann tryði því að öldungardeildin myndi samþykkja tilnefninguna. Hann sagði við blaðamenn að það væri „mjög ógnvekjandi fyrir unga menn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert mögulega ekki sekur um.“ Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hæddist að vitnisburði Christine Blasey Ford fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi með stuðningsmönnum sínum í Mississippi í gær. Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. Blasey Ford segir Kavanaugh hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar þau voru unglingar og að hann hafi reynt að nauðga henni. Á fundinum í Mississippi hæddist Trump að vitnisburði Blasey Ford þegar hann sagði að svo virtist vera sem hún gæti ekki munað ákveðin smáatriði í tengslum við meint kynferðisofbeldi Kavanaugh. Trump sagði að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“ Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Fyrr í gær ítrekaði Trump stuðning sinn við Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og sagði að hann tryði því að öldungardeildin myndi samþykkja tilnefninguna. Hann sagði við blaðamenn að það væri „mjög ógnvekjandi fyrir unga menn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert mögulega ekki sekur um.“
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08